Göngu- og hjólaleið milli Selásskóla og Árbæjarlaugar

Göngu- og hjólaleið milli Selásskóla og Árbæjarlaugar

Lagning göngustígs / hjólastígs fyrir neðan hús við Vesturás með tengingu við stíga neðst í Sauðási m.a. til þess að gera leið barna að sækja æfingar í Árbæjarlaug og hjá Fylki öruggari.

Points

Börn og fullorðnir sem kjósa að ganga eða hjóla úr hverfum í kringum Selásskóla notast gjarnan við gangbrautir í Suðurási og Vesturási allt að Sauðási til þess að komast inn á tengingar stíga í Elliðarárdal eða til þess að sækja þjónustu /sundkennslu Árbæjarlaugar eða að íþróttasvæði Fylkis. Þessar gangbrautir eru mjög þröngar og liggja yfir innkeyrslur íbúa við þessar götur og oft á tíðum er bílum lagt þannig að erfitt er að komast um. Hægt væri að gera leiðina mun öruggari með lagningu stígs.

Margir krakkar úr Selás- og Norðlingaskóla ganga eða hjóla Vesturás til að mæta á æfingu hjá Fylki eða í sundi. Það eru einnig margir fullorðnir að hjóla í og úr vinnu. Leiðin er mjög vínsæl: býður upp á skjöl, sæmilega flött og stutt inn á Elliðadal. Vesturás er mjög vafasöm leið: bílar keyra hratt, það eru beygjur með lélegri skyggni. Svo hafið þið prófað að vera á gangstétt þar? það er mjög þröngt og krókkótt. Allir krakkir sem fara þessa leið ganga eða hjóla á götunni sem er hættulegt.

Frábær hugmynd og færa börnin af götunum í Vesturásnum þar sem allir eru á götunni því göngu stígar eru varla þar.

Hugmynd þessi var metin tæk af umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hugmyndin fór í framhaldi fyrir hverfisráð. Lokaniðurstaðan er sú að þessi hugmynd er ein af þeim 25 sem kosið verður um í haust 2018 í þínu hverfi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Gott fyrir alla að fá flottan göngustíg

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information