Hundagerði við Selásbraut

Hundagerði við Selásbraut

Byggja hundagerði á þessu svæði við Selásbraut sem hefur verið í órækt í fjöldamörg ár. Þarna væri um litla röskun á nærumhverfi að ræða og gerðið yrði nógu langt frá hesthúsahverfinu og reiðstígum til þess að trufla ekki umferð hestamanna.

Points

Bæta þarf aðstöðu fyrir hundaeigendur til þess að vinna á móti lausagöngu og efla ábyrgt hundahald innan borgarinnar. Í Árbæ eru engin hundagerði í boði.

Þessi hugmynd var færð úr Hverfið mitt 2016 og hægt er að finna hana hér: https://hverfid-mitt-2016.betrireykjavik.is/post/8020

Efast um að íbúar í nærliggjandi húsum yrðu par sáttir. Svo er það alrangt að þetta svæði sé í einhverri órækt. Þetta er íslenskur mói, meira að segja nokkuð laus við lúpínur og annan ófögnuð.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information