Það er löngu kominn tími á að malbika bílastæðin í Skálagerði og laga til á vannýttum grasbletti. Það þarf einnig að mála í gamlar lúnar/horfnar gular línur, m.a. við blokkir þar sem t.d. sjúkrabíl kemst alveg upp að dyrum blokkanna og merkja fyrir brunahana sem er innst í botnlanganum.
Þar er lítill leikvöllum sem mætti fegra og lífga upp á umhverfið. Malbikun bílastæða fegrar götuna. Ég held að fáir viti af brunahananum sem er innst í botnlanganum, engin gul lína er þar og hann hverfur í trjágróðri.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation