Samvinna í vondri færð og vetrarslabbi
,,Vetur kemur vetur fer en alltaf vorar í sálinni á mér", sagði eitt okkar ástkæru dægurskálda. Hvernig væri að koma upp einhverskonar kerfi milli ráðhúss og borgara í smærri hverfum um að hverfasamtök eða eitthvað þessháttar, hafi möguleika á að panta salt eða sand og sjá um að dreifa á minni götur sem erfitt er fyrir yfirvöld að hafa yfirsýn yfir. Viðkomandi hverfasamtök eða hvað sem það væri gætu þá sent borginni reikninginn eða eftir samráði einhverskonar.
Þetta minnir á Adopt a Fire Hydrant verkefnið í Boston (http://adoptahydrant.org/). Þar geta íbúar tekið ábyrgð á að sjá til þess að brunahani í hverfinu þeirra sé aðgengilegur hvernig sem viðrar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation