Gróðursetja þyrfti tré víða í kringum Ingunnarskóla og Maríuborg, sem og milli skólanna, svo þar myndist betra skjól en þarna er oft erfitt að njóta útiveru sökum vinda, enda standa skólarnir uppi á háhæðinni.
Tveir stórir skólar, Ingunnarskóli og leikskólinn Maríuborg, standa uppi á háhæðinni á litlu felli, Grafarholtinu. Þar er vindasamt og takmarkar það ánægju barnanna þar af útiveru, þegar blæs, sem er býsna oft.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation