Ókeypis í strætó og tíðari ferðir
Annað dæmi frá Evrópu, tekið af wikipedia.org: "Several mid-size European cities and many smaller towns around the world have converted their entire bus networks to zero-fare. The city of Hasselt in Belgium is a notable example: fares were abolished in 1997 and ridership was as much as "13 times higher" by 2006."
Vil baeta vid ad undafarin misseri hefur gjaldid haekkad og ferdum faekkad. Sú thjónusta meikar ekki mikid sense fyrir mig. Áfram Bjarni !
Skoðaðu rökin með og á móti!
Gaman að sjá þið hérna á síðunni, Pétur. Undarlegt þykir mér samt að þú skulir nota IE eftir að hafa stungið upp á að heill skóli taki upp Edubuntu í stað XP. Takk fyrir að taka afstöðu og gangi þér allt í haginn!
Ég er enn þeirrar skoðunar að ókeypis almenningssamgöngur séu góður kostur til lengri tíma litið. Áttaði mig ekki á því að útkrossun af listanum mínum þýddi að ég væri hættur að styðja tillöguna. Maður þarf að læra á þetta kerfi eins og önnur.
Sæll Hjörtur, Gaman að heyra að þú sért sammála mér um að það þurfi að stórbæta leiðarkerfið. Við erum samt ósammála um verðlag en ég ætla að fá að útskýra mína skoðun í því máli. Eitt af því sem ég sé í ókeypis strætó er að LEIÐARKERFIÐ yrði STÓRBÆTT. Lykilatriðið er að Strætó bs. þarf að bregðast við aukinni notkun á leiðarkerfinu með því að fjölga ferðum og jafnvel leiðum líka. Frekari rök fyrir því að gera strætó að ókeypis ferðamáta má sjá í röksemdarfærslu minni með hugmyndinni.
Sæll Birgir. Þetta er athyglisverð hugmynd. Hins vegar kostar allt svona umstang pening sem skilar sér alltaf í hærra vöruverði. Til hvers ekki að gera strætó ókeypis (og hækka útsvar) en það hefur mikla hagræðingu í för með sér (öll umsýsla með miðasölu og -vöktun úr sögunni) sem skilar sér í lækkuðu raunverði (útsvarshækkunin er minni en það sem þú sparar þér í miðaverði). Þú mátt endilega gera frekari grein fyrir verðrýrnuninni og hvað brenglað verðmætamat almennings hefur með málið að gera.
Í prinsippinu er ég á þeirri skoðun að notendum gæða beri að greiða þann kostnað sem af þeim hlýst. Verði bylting í notkun almenningssamgangna í Reykjavík mun það hins vegar hafa mikinn sparnað í för með sér í viðhaldi og uppbyggingu umferðamannvirkja, mengunarvörnum, viðbrögðum vegna slysa og mörgu fleiru. Því má færa rök fyrir því að hluti greiðslunnar megi koma frá þeim sparnaði sem þá verður. Það þarf hins vegar mikið meira en lækkað verð til að auka notkunina til muna. Það þarf að auka tíðni vagnanna verulega, auðvelda fólki notkunina með því að hægt sé að greiða á sem fjölbreyttastan máta og margt fleira. Þetta er erfitt því vagnarnir munu keyra hálftómir í 5-10 ár á meðan aukningin á notkuninni er smám saman að ganga í gegn. Þetta er tíminn sem tekur þangað til fólk ætlar að endurnýja bílinn sinn og ákveður að gera það ekki, taka strætó og græða milljón á ári sem hægt er að nota í sumarleyfið eða annað skemmtilegt. Mér finnst mikilvægt að Strætó fari í það verkefni að byggja upp strætókerfið til lengri tíma með það að markmiði að strætó verði raunverulegur valkostur og klárlega samkeppnishæfur við a.m.k. bíl nr. 2 á heimili og jafnvel bíl nr. 1. Þetta þarf að vera langtímaverkefni þar sem allt er tekið inn í. Það að taka af fjármunum til umferðamannvirkja og láta þá borga gjöldin í strætó TÍMABUNDIÐ í 5-10 ár sem hluta af slíku uppbyggingarverkefni finnst mér vel koma til greina. Það að gera strætó ókeypis um ókomin ár án þess að það sé hluti af markvissu uppbyggingarferli finnst mér ekki góð hugmynd ein og sér.
Vissulega eru þetta tvær mismunandi hugmyndir. Ég hef hins vegar fært rök fyrir hvernig báðar breytingarnar eru þjóðfélaginu til góðs og hvernig ókeypis strætó stuðlar að tíðari ferðum. Þess vegna setti ég fram hugmyndirnar saman. Að auka einungis ferðum finnst mér ekki jafn sniðug hugmynd. Annað hvort þyrfti þá að hækka miðaverð, sem fælir fólk frá því að nota strætó, eða þá þyrfti borgin að taka á sig meiri kostnað. Í því tilfelli vil ég frekar fara alla leið og gera strætó algjörlega ókeypis en það hefur fjölmarga kosti í för með sér sem ég er búinn að telja fram í öðrum umræðum undir þessari hugmynd. Ég vona svo sannarlega að það verði ekki vandamál með að fólk beri minni virðingu fyrir strætó þótt hann verði ókeypis. Ég get ekki svarað fyrir aðra, en í mínu tilfelli yrði það ekki vandamál.
Mikið rosalega er þetta ómálefnalegt innlegg. Leikskólaaldur kemur strætó ekkert við.
There is no such thins as a free lunch. Strætó ekki heldur. Ég er því á móti ókeypis í strætó en ég er ekki á móti tíðari ferðum. Samgöngur verða að verða betri og það kostar, ef hinsvegar sem flestir nota kerfið þá getur það ekki orðið annað en ódýrt.
polliana, ég veit að ekkert er ókeypis. Ein af hugmyndunum með að gera strætó ókeypis er að kostnaðurinn dreifist "betur", þ.e. á þeim sem nota einkabílinn mest (ríka fólkið) meðan það léttir undir þeim sem minna mega sín og nota strætó fyrir (námsfólk og fólk í skuldavanda). Einnig eru breytingarnar hvetjandi til að nota strætó sem er gott fyrir þjóðfélagið.
... ég styð þetta, en ég sé þetta ekki gerast í bráð.
Við myndum hvort sem er þurfa borga fyrir ókeypis ferðarnar af skattpeningum okkar
Sæll Pétur, Ef þú ert þeirrar skoðunar þá máttu endilega smella á "Styðja tillögu" aftur. Það hefur ekki áhrif á vægi þitt á aðrar hugmyndir ef þú setur þessa fyrir neðan þær (dregur einfaldlega hugmyndina neðst í kassanum hægra megin á síðunni). Afsakaðu forvitnina í mér, en varst þú skólastjóri í Hallormsstaðaskóla fyrir nokkrum árum?
Gunnar, það er einmitt ein af hugmyndunum. Ef sveitarfélögin hækka útsvar til að eiga fyrir ókeypis strætó þá dreifast kostnaðurinn "betur" á þjóðfélagið, þ.e. lendir á þeim eiga mest pening (þeir sem reka einkabíl (og hugsa þá kannski frekar um að taka strætó)) en léttir undir þeim sem minna mega sín (námsmönnum og þeim sem eiga í skuldavanda). Að auki hvetur það til þess að sem flestir nota strætó sem aðalferðamáta en það er einnig gott fyrir þjóðfélagið, bæði fjárhagslega og umhverfislega.
Gunnar, það er einmitt ein af hugmyndunum. Ef sveitarfélögin hækka útsvar til að eiga fyrir ókeypis strætó þá dreifast kostnaðurinn "betur" á þjóðfélagið, þ.e. lendir á þeim eiga mest pening (þeir sem reka einkabíl (og hugsa þá kannski frekar um að taka strætó)) en léttir undir þeim sem minna mega sín (námsmönnum og þeim sem eiga í skuldavanda). Að auki hvetur það til þess að sem flestir nota strætó sem aðalferðamáta en það er einnig gott fyrir þjóðfélagið, bæði fjárhagslega og umhverfislega.
Sæll Egill, Þetta er athyglisverð kenning hjá þér með jafnvægið. Ég held samt að það verði ekki vandamál þótt einkabílum fækki e-ð á götum borgarinnar. Það er enn nóg af fólki (því miður) sem tæki einkabílinn fram yfir ókeypis strætó. Ég veit að ekkert er ókeypis og að ókeypis strætó myndi þýða hærra útsvar á stór-Reykjavíkursvæðinu. Kostirnir við það eru (a.m.k.) þrír: 1) Kostnaðurinn við samgöngukerfi borgarinnar dreifist 'betur' á þjóðfélagið, 2) Hagræðing í rekstri Strætó (öll umsýsla í kringum miða sparast), 3) Útsvarið hvetur til notkunar á strætókerfinu (enda eru allir þá þegar búnir að borga fyrir farið) sem er einmitt það sem við viljum. Ég er alls ekki sammála þér um að ókeypis þjónusta sé ómerkileg eða einskis virði. Ég man einmitt eftir því fyrir nokkrum árum þegar strætó var ókeypis fyrir námsmenn að þá þótti síður en svo ómerkilegt að ferðast með strætó. Það kusu meira að segja margir strætó fram yfir einkabíl vegna félagsskaparins. Einkabíllinn er vinsæll vegna þess að hann er stöðutákn og afar hentugur til að komast hvert sem maður vill þegar maður vill. Með því að stórefla strætókerfið er hægt að gera strætó að næstum jafn þægilegum ferðamáta sem dugar vonandi mörgum til að leggja bílnum og nota strætó sem aðalferðamáta.
Að sjálfsögðu Bjarni minn. Gaman að rekast á þig hérna. Set aftur stuðning við þína ágætu tillögu þegar Róbert og co verða búnir að laga villuna sem plagar IE 9 á þessum stórskemmtilega vef.
Ég get verið sammála Agli Jóhanns að ekki sé gott að hafa hluti ókeypis, vegna verðrýrunar og brenglaðs verðmætamats almennings sem afleiðing að því. Ég get verið sáttur við að greitt sé málamyndagjald, en verðið sem er í dag, er hreint og beint ósamkeppnishæft og gerir ekki aukingu á almenningssamgöngum líklega til árangurs. Ég hef lengi talið að frítt ætti að vera í strætó, og það væri þessvegna hægt að nálgast þetta með öðrum leiðum, eins og að auka sölu á ýmsum hlutum og þjónustu tengd almenningssamgöngum, og einnig að einstaklingur gæti unnið sér inn stig eða borgað fyrir notkunn með öðrum hætti en beinum peningagreiðslum. T.d væri hægt að spyrða þetta saman við sorpflokkun, samfélagsvinnu, stigakerfi s.b fyrirtækjanetið og eða að hver greiddi með korti hóflega upphæð, og gæti lækkað það gjald, með áðurnefndum tengingum.
Ég bið þig að líta á notkun mína á IE eins og hvert annað slys. Álpaðist til að kaupa borðtölvu með öllu því fínasta og besta og hún hefur ekki virkað frekar en píanó. Google Chrome krassar stöðugt. Ætla að setja upp annan startdisk með Linux og hafa val um stýrikerfi. Þarf Windows fyrir Lightroom og Photoshop sem ég er búinn að venja mig á - auk þess sem ég er búinn að verja umtalsverðum fjármunum í að kaupa þau forrit. Skilaðu kærri kveðju til sameiginlegra kunningja og vina.
Þakka þér fyrir ábendinguna Gunnar. Ég skoða þetta ef/þegar vélin verður stabíl. Villan sem Robbi ætlaði að tékka á var sú að ég gat ekki dregið tillögur á stuðningslistanum upp/niður í IE 9 64bit. Vonast til að losna úr klóm IE sem allra fyrst - en eins og þú segir, svona vefur þarf að ráða við undarlegustu brásera:-)
Ok, þetta getur varla verið flókið, kíki á þetta með Robba þegar ég kem heim úr fríi. Mínir fimmaurar um vélina þína: Taka diskinn úr, setja nýjan í og setja upp Ubuntu á hann. Prófa vel og ef vélin hagar sér skikkanlega þá prófa Virtualbox og Windows. Ef það virkar vel þá er annaðhvort upprunalega uppsetningin eða upprunalegi diskurinn steiktur. En þú kannt þetta svosem ekkert síður en ég nema síður sé :)
Windows 7 er langskársta windowsið og þó skömm sé frá að segja þá er það þægilegra en Ubuntu. En það munar ekki miklu og auðvitað persónubundið.
Pétur: Hvaða villa er það?
Fyrir fólk sem skilur ekki hvernig umræða um stýrikerfi kemur þessu Ókeypis í strætó máli við.... Ubuntu er semsagt ókeypis og virkar vel og alls ekki drals þó það sé ókeypis. Windows 7 er hinsvegar svo þægilegt að bæði Gunnar Grímsson og Pétur Þorsteinsson mæla með því. Þeim finnst þó að fólk eigi að fara í strætó.. en helst ekki þeir sjálfir :-)
Síðan er hitt Pétur að frekar en vera með dual boot ræsingu þá hef ég mjög góða reynslu af Virtualbox. Reyndar með Windows sem grunn og Ubuntu keyrandi í Virtualbox. Það svínvirkar. Eina vandamálið mitt er að Windowsið er 32 bita og nýtir því ekki allt minnið á vélinni. En það er augljóslega óháð Virtualbox. Dual boot er endalaus tímasóun í shutdown og boot.
Ég er alls ekki sáttur við Ubuntu þessa dagana. Þau eru að stýra kerfinu sínu inná "benda með einum putta" snertiskjásviðmót. Ubuntu Software Centre, Unity, Launcher og "The dash" eru öll hræðileg forrit. Ég veit ekki hvað ég á að gera.. ætli maður endi ekki með Debian.
Og meðan ég man - þakka þér fyrir að minna mig á að lýsa aftur stuðningi við strætó. Búinn að því.
Og já, auðvitað á enginn að nota IE (óháð útgáfu) en blessaður vefurinn verður víst að virka með því eins og öðru :)
Bestu þakkir Gunnar. Ég einmitt búinn að kaupa annan disk til að prófa, en akkúrat þetta verklag hafði ég ekki hugleitt. Annars kann ég ekkert á þetta dót og síst af öllu Windows - en verð að segja að mér finnst Windows 7 heldur vingjarnlegt viðmót.
Nú ertu að rangtúlka orð okkar Gunnars, kæri vinur. Ég styð enn ókeypis almenningssamgöngur, þótt ég drægi stuðninginn til baka af tæknilegum ástæðum. Ég bæti úr því. Viðurkenni að ég hef ekki notað strætó lengi, enda hef ég tæpast komið til Rvíkur í mörg herrans ár. Byggi ég í Rvík væri strætó sjálfsagður kostur. Ég hef heldur ekki mælt með Windows 7 við nokkurn mann, enda þótt ég sé sammála Gunnari um að það sé viðmótsþýðasta útgáfan af því stýrikerfi. Lengra nær stuðningurinn nú ekki - og Ubuntu fer upp á vélarskömminni við fyrstu hentugleika. Allar ábendingar varðandi það eru vel þegnar.
Þú varst grjótharður Debian maður í gamla daga, man ég það ekki rétt. Mér er alveg sama hvaða útgáfu ég set upp, að því skilyrði uppfylltu að hún sé stabíl og sæmilega vinsamleg. Hef ekki kunnáttu til að kljást við "cutting edge" útgáfur eða beta-útgáfur. Er ekki hægt að velja ögn eldri gerð af Ubuntu til að losna við þau atriði sem þú nefndir?
Ég er höfundur tillögunnar og ég nota strætó daglega. Ég vil að strætókerfið sé rekið með skattpeningum (útsvari á höfuðborginni) og er búinn að færa margs konar rök fyrir því. Ég hvet þig til að lesa rökin í umræðunum. Ég lít ekki svo mikið á strætó sem 'þjónustu' heldur sem sjálfsagt samgöngukerfi rekið af því opinbera (og því í minni eigu).
Þú getur ekki verið þekktur fyrir það að vilja ókeypis í strætó og verið á sama tíma á móti því að börn fædd 2010 komist inn í leikskóla. Þetta kallast double standard!
Ég er ansi hræddur um að þetta sé vegna þess að Kaupmannahöfn er töluvert stærri og þéttbýlli borg heldur en Akureyri. Miðaverð hefur lítið um gæðin að segja, enda myndi strætókerfið í Reykjavík ekki vera rekið fyrir minni pening þótt það yrði gert ókeypis. Peningurinn kæmi bara með öðrum leiðum, s.s. með skattahækkun (hækkun á útsvari).
Látum Reykjavíkurborg taka málið fyrir!
Ég veit ekki alveg hvað þú ert að meina með að "þessar hugmyndir um ókeypis strætó bera keim af því viðhorfi að strætó sé bara fyrir aumingja sem hafa ekki efni á bíl". Eru menn aumingjar þótt þeir eigi ekki efni á að reka bíl? Markmiðið með þessari hugmynd er að fá sem flesta til að nota strætó frekar en einkabíl, enda þarf strætó ekki að vera verri farkostur.
mýrarholtshlíð eða holtamýrarhlíð?
Sæll Helgi. Með gjaldfrjálsum strætó þarf ekki endilega að fylgja minni peningur í reksturinn. Mín lausn er að hækka útsvar/skatta sem myndi ekki bara spara pening í rekstrinum (Strætó bs. þyrfti ekki að eyða pening í að prenta miða eða borga manninum sem skoðar hvort maður sé með gilt kort o.s.frv.) heldur líka deila kostnaðinum "betur" á þjóðfélagið (þ.e. kostnaðurinn myndi lenda meir á þeim sem eiga meiri pening og minna á þeim sem eiga minni pening).
endurskýra hverfið; Hlíðar, Norðurmýri og Holt
Við myndum hvort sem er þurfa borga fyrir ókeypis ferðarnar af skattpeningum okkar
Ég er mjög sammála síðasta ræðumanni um að gera strætóinn ókeypis og sjá hvernig það skilar svo. Við getum tekið reykjanesbæ til fyrirmyndar varðandi að þeir eru með ókeypis vagna sem ganga mjög svipað og strætóinn. Með þessu getum við sévonandi lækkanir á umferðaslisum innanbæjr, en á móti myndi ég vera sáttur að borga eitthvað láværu verð að ferðast á milli strætósvæða td. frá selfoss í bæinn.
Höfum eitt á hreinu: Strætó er umhverfisvænni og ódýrari í rekstri heldur en einkabíll. Því ætti það að vera samfélaginu til góðs að almenningur noti samgöngukerfi borgarinnar sem mest. Til þess þarf að breyta tveimur hlutum. 1) Strætó þarf að vera ókeypis. 2) Ferðirnar þurfa að vera tíðari og leiðirnar fleiri. Frekari rök eru að finna í umræðunni sem tengd er þessum rökum.
Það er ljóst að með því að hafa ókeypis í strætó og fjölga ferðum, dregur verulega úr notkun einkabílsins sem aftur sparar malbik og svifryk. Þeir sem eiga lítið af peningum geta frekar ferðast ef strætó er ókeypis og það getur gert að verkum að börn þeirra eigi frekar möguleika á íþróttaiðkun ef langt er í íþróttahús. Það er ekki hægt með neinu móti að vera á móti því að hafa þetta frítt!
Ég styð þessa hugmynd, en það þýðir ekkert að gefa frítt í strætó og auk þess að bjóða uppa slíkt, fylgir mikill kostnaður með. Ég er því miður mjög svartsýnn yfir því að hægt verði að bjóða uppá strætó, ekki eins og ástandið er núna. En ég er samþykkur því að strætó þurfi að fara tíðari ferðir, í það minnsta 4-6 ferðir á klukkustund hver leið, nema utanbæjarleiðir, þó að því fylgi mikill kostnaður.
Það er óþarfi að hafa ókeypis í strætó. Strætó er þegar ódýr valkostur og ódýrari en í flestum öðrum borgum. Mér finnst sanngjarnt að fólk greiði hóflegt verð fyrir þessa þjónustu. Hins vegar er strætó ekki nógu notendavænn því ferðir eru stjálar og ómögulegt að borga fyrir far nema að maður hafi skipulagt það fyrirfram með því að kaupa kort, miða eða með nákvæma upphæð í vasanum. Að bæta úr því er liggur forgangsatriðið að mínu mati
Mikilvægt að jafnvægi sé milli almenningssamgangna, einkabíla, gangandi og hjólandi því ójafnvægi leiðir yfirleitt til kollsteypu. Um leið mikilvægt að greitt sé sanngjarnt gjald fyrir alla þjónustu. Ókeypis strætó er ekki ókeypis því kostnaðurinn er falinn í skattgreiðslum. Ókeypis kallar yfirleitt á sóun. Ókeypis er tákn um að þjónustan er ómerkileg, einskis virði. Hvers vegna ætli einkabíllinn sé jafn vinsæll og raun ber vitni þrátt fyrir mikla skattpíningu? Jú, verð miðað við gæði er lægst.
Það hafa verið gerðar tilraunir með þetta á Akureyri og í Reykjanesbæ með mjög góðum árangri. Auðvitað skilar þetta sér í að fleiri fara í strætó, einföld hagfræði segir okkur það. Með því að fá fleiri til þess að nota almenningssamgöngur er hægt að spara sér kostnað við mikil umferðarmannvirki og koma í veg fyrir að borgin verði öll sundurskorin af umferðarmannvirkjum eins og t.d. Houston í Texas. Sjá: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/07/24/150_prosent_fjolgun_farthega_straeto_a_akureyri
Ég leyfi mér að giska á að höfundar tillögunnar noti sjaldan strætó. Það er mín reynsla að þeir sem nota strætó reglulega vilja frekar borga og eiga heimtingu á þjónustunni sem viðskiptavinir en ekki þjónustuþegi. Styð hins vegar aukna tíðni og lengri þjónustutíma, það munar um það.
Ókeypis í strætó og tíðari ferðir eru tvær mismunandi hugmyndir. Það ætti að setja þetta í tvö mál en ekki eitt. Ég persónulega vil ekki hafa ókeypis í strætó. Strætó er mjög ódýr og mín reynsla segir að fólk ber ekki virðingu fyrir því sem er ókeypis. Tíðari ferðar er aftur a móti ágæt hugmynd. En það ætti að fara varlega í þær breytingar.
Þar sem strætó er ókeypis er hann vondur. Þar sem strætó er góður kostar þjónustan. Stakur miði í köben á RVK-HFJ vegalend mundi kosta 1000 kr. staðgreiddur. Ég vil frekar hafa kerfið eins og í köben og láta það kosta eins og í köben fremur en að hafa það eins og á Akureyri, og jafnlélegt og á Akureyri.
Það að örva fólk til að nota strætó meira verður með til að bæði traffíkós og hávaðinn frá umferðinni minnkar og ekki veitir af.
Það er að mínu mati vond hugmynd að hafa ókeypis í Strætó. Það kostar peninga að reka strætókerfi og því er eðlilegt að notendurnir borgi fyrir a.m.k. hluta kostnaðarins. Rökrétt afleiðing gjaldfrjáls strætós er minna fjármagn til reksturins og þar með verri þjónusta. Mér finnst alltaf þessar hugmyndir um ókeypis strætó bera keim af því viðhorfi að strætó sé bara fyrir aumingja sem hafa ekki efni á bíl.
Thetta er búid ad virka á Akureyri í nokkur ár + Ókeypis í stodumaela - Why ? Mér finnst alveg thess virdi ad gera tilraun med thetta. Veit ekki med tídari ferdir hinsvegar. En svona ad ollu gamni sleppt thá er ekki eins og thad sé val um adrar almenningssamgongur og finnst mér alveg fáránlega dýrt ordid í straetó. Benefits eru augljós í mínum huga. Minni umferd + mengun o.s.frv.
Frekari rökstuðningur: 1) Strætó þarf að vera ókeypis. Ókeypis strætó þýðir meiri notkun. Meiri notkun þýðir betra leiðarkerfi. Það að þurfa að vera með miða eða klink fælir marga frá því að nota strætóa vegna þess að það er "vesen". Það er miklu "auðveldara" að hoppa upp í eigin bíl - tala nú ekki um ef viðkomandi er óvanur samgöngukerfinu. Að auki er ókeypis strætó hagræðing en við það sparast öll umsýsla varðandi sölu á miðum og eftirlit með að þeir séu notaðir rétt. Þegar á botninn er hvolft er raunverð hvers ferðar því minna og við spörum. 2) Ferðirnar þurfa að vera tíðari og leiðirnar fleiri. Maður verður að geta stólað á strætókerfið til að komast leiðar sinnar og heim aftur - líka á kvöldin og um helgar. Það er algjörlega óásættanlegt að þurfa að bíða í klukkutíma eftir strætó til að komast heim eftir laugardagsæfinguna. Þessar breytingar myndu væntanlega kosta borgina einhvern pening. Ef það er vandamál þá má hækka útsvar. Það myndi þó ekki hafa í för með sér auka útgjöld fyrir heimilin því á móti spara þau að kaupa strætókort (ef þau ferðuðust fyrir með strætó) eða bensín á bílinn (því nú geta þau ferðast með strætó).
Mín reynsla er sú að það er best að kaupa tölvuna án stýrikerfis og setja svo sjálfur upp það sem maður vill hafa. Þannig losnar maður við allt draslið sem framleiðandinn pakkar með Windowsinu og fær í staðinn stabílla og hraðvirkara stýrikerfi. Svo getur maður líka sparað sér peninginn og sett upp ókeypis Linux. Ég er í sömu sporum og þú og er með bæði uppsett. Ég kýs að nota Ubuntu en neyðist til að halda í Windows út af örfáum forritum (í mínu tilviki ChessBase og ChessOK Aquarium). Ég skila kveðjunni heim!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation