Hvernig væri að halda hugmyndasamkeppni á meðal graffara eða unglinga í unglingavinnunni um besta veggjakrotið til að skreyta ljóta tengikassa sem eru á víð og dreif í borginni. Mætti t.d. velja 50 bestu hugmyndirnar og fá síðan viðkomandi til að mála 50 tengikassa gegn sanngjarnri þóknun. Dettur sérstaklega í hug Hljómskálagarðurinn og álíka staðir þar sem tengikassar eru mikil lýti.
Slík framkvæmd bætir ekki aðeins umhverfið heldur virkjar graffara til að gera eitthvað mjög jákvætt og uppbyggilegt fyrir samfélagið.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation