Umbúðir til endurvinnslu merktar með lit
Allir vilja endurvinna en maður lendir oft í því að klóra sér í hausnum og pæla hvort einhverjar umbúðir fari í þessa eða hina endurvinnslukörfuna. Auðveld lausn væri að allar umbúðir væru með lítinn litaðan límmiða eða eitthvað sem tilgreinir hvers konar rusli þær tilheyra. Hliðaráhrif þessarar breytingar væri mögulega breytt hegðun þegar verið er að versla. Hvort velur þú vöruna þar sem umbúðir fara í almennt rusl eða endurvinnslurusl? Breyting: bæta litnum við á innihaldslýsingu til dæmis?
= Auðveldari endurvinnsla
þarf ekki að vera neitt rosalega mikið eða stórt litamerki. Sami litur og á endurvinnsluruslatunnunni = fljótlegt og auðvelt... þarf ekki að kenna neinum neitt um hvað fer hvert.
semsagt, gamla græna endurvinnslumerkið eitt og sér er ekki nóg til þess að flokka í mismunandi endurvinnslutunnur (hér er ég að miða við 1. almennt rusl, 2. pappír, 3. gler/málmur/plast) ... það þarf því að minnsta kosti þrjá liti.
Mér finnst þetta dásamleg hugmynd. Það þýðir líklega ekki að nota lit - enda er litur Efni sem við viljum kannski setja á allt. Hvað með gamla góða grænaendurvinnslumerkið á allt endurvinnanlegt.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation