Talandi ruslafötur
Þegar ruslatunnan svarar þér í hvert skipti sem þú hendir rusli... "Takk fyrir að halda borginni okkar hreinni" eða "Namm, takk fyrir að halda borginni okkar hreinni!"
Vá... talandi um morgunfingrafötlun...
Límmiða? Hvernig ætlar þú að standa og úthluta límmiðum? Sá þátt um svona tilraunir fyrir nokkur síðan. Þá var líka sett píanóhljóð í stigan við hliðina á rúllustiganum og það fóru nánast allir í tröppurnar þá í stað fyrir rúllustigan. Hjóð í ruslatunnum væri sniðugt á ákveðnum stöðum og alveg þess vert að prófa þar sem umgengni er ábótavant.
Jákvæð skilyrðing er góð leið sem ég styð. En hví ekki að nota bara límmiða? Mér fannst líka skemmtilegt fyrir nokkrum árum þegar hópur á vegum Hins Hússins málaði ruslatunnur.
Ég sá einhverntímann frétt um talandi rusladalla, þar sem rannsóknir sýndu að dallarnir eru notaðir mun meira ef þeir gefa frá sér hljóð, t.d. þakka fyrir sig, eða þegar fólk fleyir rusli, þá kemur hljóð sem gefur til kynna að dallurinn sé nánast botnlaus og það kemur smellur þegar ruslið loksins nær botninum.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation