Fjöldi fólks leggur leið sína í friðlandið í Heiðmörk á degi hverjum, gengur, hleypur, hjólar og skíðar. Hvernig væri að bjóða útivistarfólkinu upp á vatnssopa úr vatnshönum þarna við vatnsbólið?
Frábær hugmynd! Oft hugsað það sama - væri hægt að sleppa því að koma við og kaupa sér vatn í plastflösku. Gott, gagnlegt og umhverfisvænt!
Hreyfing stuðlar að þorsta og hvað er betra við þorsta en vatn? Við eigum nóg af því svo hvers vegna ekki að bjóða upp á það?
Nýtum fallega það sem við eigum, góða vatnið. Afar þægilegt að sleppa við að taka vatnsflöskuna með í göngutúrinn
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation