Flutningur á frístundaheimili fatlaðra úr Ýmishúsi í viðundandi aðstöðu.

Flutningur á frístundaheimili fatlaðra úr Ýmishúsi í viðundandi aðstöðu.

Vistun á frístundaheimili fyrir fötluð börn á aldrinum 10-13 ára í Klettaskóla var flutt yfir í Ýmishúsið í Skógarhlíð sl. haust. Það er afar brýnt að þau fái viðundandi aðbúnað í öðru og betra húsnæði þar sem aðbúnaður í Ýmishúsi er til skammar. Vistin þar er þegar orðin allt of löng, enda er heil skólaönn langur tími í lífi barns. Ég óska hér með eftir svari þar sem kemur fram hvort breytingar til úrbóta séu á dagskrá, sérstaklega þar sem styttist í vorið.

Points

Þar er engin aðstaða fyrir börnin til útiveru, enda má segja að húsið sé staðsett á umferðareyju. Auk þess er húsið sérstaklega óheppilegt fyrir einstaklinga sem þurfa að nota hjólastóla þar sem innandyra eru brekkur og aðrar „torfærur“ sem hljóta að takmarka ferðamöguleika þeirra. Einnig getur sterkur hljómburður í opnu rými hússins virkað afar illa á sum börn sbr. börn með einhverfu einkenni.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information