Göngustígurinn við Ægissíðu er mikið notaður allan ársins hring. Hann myndi nýtast mun betur ef hann væri upplýstur á kvöldin og veturna. Það getur orðið nokkuð dimmt þegar lengra dregur frá götunni. Hugmyndin er sem sagt sú að setja upp e-s konar lýsingu við göngustíginn frá Ægissíðu og yfir að Skerjafirðinum.
Þetta er einfaldlega öryggisatriði fyrir fólk sem er á göngu eða hlaupum þegar myrkrið kemur. Fleiri væru kannski til í kvöldgöngu/skokk ef þarna væri lýsing.
Það eru að verða fá svæði sem hægt er að sjá stjörnur eða norðurljós á kvöldin. Er virkilega nauðsynlegt að setja ljósastaura á alla Ægisíðuna? Er ekki ábyrgð hjólreiðamanna að útvega sér ljós/lukt á hjólið?
Mér fyndist mjög águgavert að fá lýsingu á göngustíginn, þá er hægt að ganga hann líka eftir að orðið er dimmt - og það dimmir svolítið snemma hjá okkur á veturna.
Það er svo yndislegt að geta gengið Ægisíðuna á kvöldin og skoðað stjörnubjartann himininn og stundum norðurljósin. Njótum þess. Stundum er myrkið bara gott. Við skulum fara hægt í að lýsa upp strandlengjuna. Borgin er vel upplýst á kvöldin til gönguferða, úr nógu er að velja. Kær kveðja
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation