Sjálfbært smáhýsi sem kennslustofa

Sjálfbært smáhýsi sem kennslustofa

Gerum umhverfisvænar lausnir til húsnæðis og nýtingar á landi sýnilegar. Byggjum smáhýsi á umhverfisvænan hátt sem nýtir sér samvirkni við alla náttúrulega ferla til að nýta um leið sem kennslustofu, sem nýta má fyrir innleiðingu sjálfbærrar þróunar. Smáhýsið virkar sem lifandi dæmi sem lausn á vandamálum í nútíma borg. Umhverfi smáhýssins er jafnt sem húsið með vistræktarhönnun gert til að skapa sem mest tengsl við náttúruna og umhverfisvænan lífstíl og auka lífsgæði. Sjálfbærnikennslustofa þessi nýtur þess að vera í nágrenni og samvinnu við Seljagarð borgarbýlis þar sem virkur lærdómur er að eiga sér stað í ræktun grænmetis og umhverfisvænni hönnun á nærumhverfi. Skólar, jafnt sem áhugasamt fólk nota hana fyrir fræðslu og innblástur að takast á viðfangsefni eins og vistkerfaþjónustu, lýðheilsu í borgarumhverfi og styrk samfélaga að takast á við breytingar. https://sustainability.temple.edu/temple-tiny-house

Points

Smáhýsi eiga að nýta vel rými, jafnt sem auðlindir nýttar til byggingar og þær auðlindir sem eru í kringum. Umhverfisvænn lífstíll og meðvitund um okkar nærumhverfi eykur hamingju okkar.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin var metin tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2018. Einungis er hægt að stilla 25 tækum hugmyndum upp til kosninga á hverju ári. Hverfisráð fór yfir tækar hugmyndir og þessi hugmynd rataði því miður ekki í uppstillingu þetta árið. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Frábær hugmynd sem eflir sjálfbærni og meðvitund um umhverfisvernd

Það er þörf á að fólk geti skoðað smáhýsi og séð að það er hægt að búa smátt en hafa samt allt sem maður þarf. Það er einnig þörf fyrir alla kennslu í umhverfismálum sem við getum komist yfir. Þetta verkefni er frábært í alla staði.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information