Börn á Klambratún

Börn á Klambratún

Auka og bæta leikaðstöðu stálpaðra krakka á Klambratúni með því að setja upp sæmilega veglegar hjólabretta- og hlaupahjólabrautir, með handbolta-, körfubolta- og fótboltamörkum á víð og dreif (sem hægt væri að fjarlægja með lítilli fyrirhöfn fyrir viðburði eins og tónleika og slíkt), með því að setja upp lítið svið eða pall þar sem krakkar gætu haldið litlar einkahátíðir eða leiksýningar eða tónleika fyrir fjölskyldu og vini. Slíkt svið þyrfti ekki að vera meira en pallur með þremur veggjum og dyraopi á hverri hlið. Dyraspjöld mættu vera laus, geymd t.d. í áhaldageymslunni fyrir ofan Kjarvalsstaði, og notendur gætu sótt þau og skilað þangað.

Points

Allt of lítið er um að maður sjái stálpaða krakka að leik á Klambratúni, enda er lítið sem ekkert þar fyrir þau við að vera.

Hugmynd þessi var metin tæk af umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hugmyndin fór í framhaldi fyrir hverfisráð. Lokaniðurstaðan er sú að þessi hugmynd er ein af þeim 25 sem kosið verður um í haust 2018 í þínu hverfi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Nauðsynlegt fyrir börnin að eiga möguleika á leikaðstöðu í miðbænum og sér í lagi þegar það liggur jafn vel við hendi eins og hér. Væri fáránlegt að nýta ekki þennan stærðarinnar grasblett í eitthvað jákvætt.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information