Gjaldskylda bílastæða

Gjaldskylda bílastæða

Ég er íbúi að Þorfinnsgötu 6, 101 ,Reykjavík og það er orðið erfitt að fá bílastæði fyrir okkur íbúana vegna mikils ágangs frá Landspítala og Domus medica , þess vegna hefði ég áhuga á að fá gjaldskyldu bílstæða og íbúakort hér í götuna !

Points

það er ekki ásættanlegt að fólk sem býr í miðbænum geti ekki losnað við bílinn sinn í næsta nágrenni heimilissins. Gestir sem koma í heimsókn þurfa ekki að rogast langar leiðir með innkaupapoka og annað, vorkenni þeim ekki að þurfa að leggja lengra frá eða bara nota almenningssamgöngur ;) Sumstaðar erlendis er reyndar úthlutað stæðum til húseiganda og geta þeir þá látið gesti og iðnaðarmenn fá gestapassa, óbreytt ástand í miðbænum er algerlega óþolandi.

Ég bý í miðbænum, Hverfisgötu, og það er alveg glatað að íbúar þurfi að standa í samkeppni við ferðamenn um stæði til að komast heim til sín. Ég hef þurft að keyra hring eftir hring til að reyna að finna stæði. Hef verið búsett í Sviss og þar eru stæði í gamla bænum með bláum línum og eru einungis fyrir íbúa, en hægt að kaupa sólarhring sem er þá dýrari en bílatæðahús. Á daginn er hægt að nota klukkur sem gefa held ég ca. 2 tíma. Mæli með að stæðin séu gjaldskyld allan sólarhringinn.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem ekki er um að ræða eiginlegt nýframkvæmda- eða viðhaldsverkefni. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Gjaldskylda í íbúðarhverfum tel ég eitt það vitlausasta sem hægt er að koma á. Það verða e.t.v. fleiri laus stæði um miðjan dag en þegar íbúar eru heima, á kvöldin og um helgar er ástandið óbreytt. Næturvaktir spítalanna munu halda áfram að taka stæðin í hverfinu þínu. Erfitt að fá iðnaðarmenn til að sinna viðhaldi því þeir skirrast við að þurfa að greiða fyrir að heimsækja fólk og vinir og vandamenn fækka komum sínum vegna gjaldtöku. Þetta varð raunin í mínu hverfi og engin betri eftir!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information