Búa til göngustíg frá Eggertsgötu yfir á Sæmundargötu

Búa til göngustíg frá Eggertsgötu yfir á Sæmundargötu

Eins og er þurfum við sem búum á Eggertsgötu í átt að Njarðargötu að klöngrast milli gáma og yfir grjót þegar við erum að ganga í skólann. Stundum er svell og hált að fara þarna yfir og niður brekku og það getur verið hættulegt. Eðlilegt væri að hafa hentugan gangstíg þarna, einnig með gangstí yfir götuna til að verja okkur geng bílaumferð.

Points

Núverandi aðstæður eru hættulegar fyrir gangandi vegfarendur þegar það er svell á þessum stað og einnig vegna bílaumferðar. Þetta myndi auka þægindi gangandi vegfarenda á svæðinu.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem þetta verkefni er nú þegar á framkvæmdaáætlun. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information