Hjólabretta-, BMX- og hlaupahjólaaðstaða v Austurbæjarskóla

Hjólabretta-, BMX- og hlaupahjólaaðstaða v Austurbæjarskóla

Hjólabretta-, BMX- og hlaupahjóla- aðstaða/svæði við Austurbæjarskóla. Það mætti hanna svæðið í samráði við krakka í skólanum. Það vantar fjölbreyttari möguleika á stórri skólalóð Austurbæjarskóla fyrir breiðari aldurshóp. Mjög margir krakkar eru á brettum, hlaupahjólum og BMX og það væri frábært ef þau hefðu aðstöðu til að leika sér og æfa sig á skólalóðinni. Bæði á og utan skólatíma. Það er nóg pláss á lóðinni fyrir svona aðstöðu til dæmis á efri lóð sem er mjög stórt steypt svæði sem er illa nýtt eða annars staðar á lóð.

Points

Frábær hugmynd með efra leiksvæðið (portið), og oft hefur mér dottið í hug að það mætti endurbyggja skúralengjurnar með einhverja nýja notkun í huga, setja jafnvel gler eða glugga í þá og lyfta þannig ásýnd skólans.

Tek undir tillöguhafa um vöntun á leikmöguleikum á skólalóð Austó.

Hjartanlega sammála. Það er gríðarlegur skortur á útiaðstöðu fyrir hjólabretti, hlaupahjól og bmx. Það væri mikill akkur í því að setja upp slíka aðstöðu við Austurbæjarsksóla.

Það vantar fjölbreyttari möguleika á stórri skólalóð Austurbæjarskóla fyrir breiðari aldurshóp. Mjög margir krakkar eru á brettum, hlaupahjólum og BMX og það væri frábært ef þau hefðu aðstöðu til að leika sér og æfa sig á skólalóðinni. Bæði á og utan skólatíma. Það er nóg pláss á lóðinni fyrir svona aðstöðu til dæmis á efri lóð sem er mjög stórt steypt svæði sem er illa nýtt eða annars staðar á lóð.

Dear Arnar, From our urban planning office urbanista in Hamburg (Germany) we are doing a research project „making cities on digital platforms“, analyzing participatory budgets and crowdfunding websites. One case-study is the platform Better Reykjavik. We already had interviews with the Citizens Foundation and the City of Reykjavik. Would it be possible to talk to you about your idea? My e-mail is [email protected] Kind regards Sven Kohlschmidt https://www.urbanista.de

Hugmynd þessi var metin tæk af umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hugmyndin fór í framhaldi fyrir hverfisráð. Lokaniðurstaðan er sú að þessi hugmynd er ein af þeim 25 sem kosið verður um í haust 2018 í þínu hverfi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information