Stæði fyrir rafmagnsbíla

Stæði fyrir rafmagnsbíla

Sérstök bílastæði með hleðslustöðum fyrir rafmagnsbíla. Mesta þörfin á því er í hverfum þar sem stór hluti íbúa býr í fjölbýli eins og t.d. í Háaleitishverfi og engin aðstaða er til að hlaða bílana. Um væri að ræða tvö þrjú stæði þar sem hægt er að koma því við.

Points

Það er erfitt fyrir húsfélög að stíga fyrsta skrefið og koma upp aðstöðu fyrir rafmagnsbíla og að sama skapi veigra íbúar í fjölbýli sér við því að kaupa rafmagnsbíla vegna þess að erfitt er að koma við heimahleðslu. Æskilegt væri að Reykjavíkurborg tæki af skarið í samstarfi við ON eða aðra seljendur rafmagns við að koma upp aðstöðu til hleðslu.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018. Skipulagsferill þessa verkefnis er of langur fyrir tímaramma verkefnisins Hverfið mitt. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi aðila. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Sammála: rafbílar minnka svifryk (og það er bara gaman að aka rafbíl). það er t.d. lausn til sem breytir ljósastaur í hleðslustöð https://www.ubitricity.com/en/charging-solutiona/b2b-smart-cities/ Auk þess gæti Reykjavíkurborg veita styrk til húsfélaga, fyrirtækja (fyrir starfsfólk) og búða (fyrir viðskiptavini) til að setja upp hleðslustöð.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information