Lokun Álfheima við Langholtsveg

Lokun Álfheima við Langholtsveg

Loka Álfheimum við Langholtsveg og færa bílastæðið við Álfheimakjarnan aðeins utar svo hægt sé að nýta það sem er bílastæði núna í að gera eh huggulegt. Þetta er sólríkur staður á daginn og það væri gaman að hafa eh huggulega verönd og leiktæki.

Points

Það er hægt að nýta Gnoðavogin sem leið yfir á Langholtsveginn. Það er smá líf í Álfheimakjarnanum núna en það gæti orðið svo miklu meira með smávægilegum breytingum.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018. Skipulagsferill þessa verkefnis er of langur fyrir tímaramma verkefnisins Hverfið mitt. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi aðila. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Hrókera bílastæðunum og Sælulundi og færa nokkur tré þaðan og niður á nýtt "Langholtstorg". Sælulundur hefur því miður aldrei virkað sem almenningsrými - nema fyrir unglingadrykkju. Langholtstorg væri mun opnara almenningsrými sem myndi þ.a.l. ekki laða að sér "laumupúka-atferli" og þar væri eitthvað fyrir alla í samvinnu við verslanirnar sem myndu blómstra enn meira.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information