Hundaaðstaða fyrir þjálfun og leik

Hundaaðstaða fyrir þjálfun og leik

Grasasvæðið bakvið Réttarholtsskóla er alveg vannýtt en þar var settur malarvöllur í miðri brekku sem enginn getur notað og svæðið er frekar stórt að flatarmáli. Þar væri tilvalið að setja upp grindverk, gróðursetja nokkur tré, setja upp bekki og borð svo að fólk geti nýtt sér aðstöðuna til þess að þjálfa hunda og verið með þá lausa og notið samverustunda með fjölskyldunni.

Points

Í Reykjavík er almennt bannað að vera með hunda sína lausa. Samt sem áður er engin (önnur en geirsnef, nema það verði tekið undir íbúðir) aðstaða fyrir hundaeigendur til þess að vera með dýrin laus og þjálfa þau. Þetta myndi bæði auka lífgæði hunda og hundaeigenda í hverfinu sem og bæta öryggi vegfarenda þar sem að nú væri aðstæða fyrir hundaeigendur til þess að vera með þá lausa og engin þörf á því að stelast til þess að hleypa þeim úr ólinni.

Þessi hugmynd var sameinuð við „Hundagerði í Fossvogsdal“.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information