Frítt kaffi í Nauthólsvík gegn fötu af rusli

Frítt kaffi í Nauthólsvík gegn fötu af rusli

Kaffisalan í Nauthólsvík gæti lánað fötur til ruslatýnslu, sem strandgestir, skokkarar og aðrir gætu fengið lánaðar og skilað til baka fullum af rusli. Þau fengju að launum kaffibolla (eða kakóbolla fyrir yngri gesti). Hefur verið gert erlendis.

Points

Strandhreinsun er mikilvæg og ekki verra að fá rjúkandi kaffi að launum!

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2018. Hugmyndinni hefur verið komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deildar innan borgarinnar, eftir eðli hugmyndar, ekki er talin þörf á að setja slíkt verkefni í kosningu. Þessi hugmynd hefur verið send sem ábending til forstöðumanns Nauthólsvíkur. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Frábær hugmynd og hægt að gera þetta að skemmtilegum leik fyrir alla fjölskylduna.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information