Banna vinstri beygju frá Reykjanesbraut inn á Bústaðarveg

Banna vinstri beygju frá Reykjanesbraut inn á  Bústaðarveg

Nauðsynlegt að banna vinstri beygju inn á Bústaðarveg frá Reykjanesbraut á álagstímum. Myndi minnka álag gríðarlega á þessi gatnamót því á álagstímum væri hægt að hafa stöðug græn ljós á þessum gatnamótum. Nú þegar bannað að beygja til vinstri frá Bústaðarveg inn á Reykjanesbraut á álagstímum. Umferð sem þarf að fara inn á Bústaðarveg getur farið upp slaufu inn á Miklubraut þar sem menn geta valið að fara inn á Bústaðarveg frá Réttarholtsvegi eða Grensásvegi.

Points

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem verkefnið sem um ræðir í hugmyndinni er í öðru ferli innan borgarkerfisins og því ekki hægt að kjósa um það að svo stöddu. Hugmyndinni verður vísað sem ábendingu inn í það ferli. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Þessi gatnamót valda gríðarlegum töfum á háannatíma – einnig ætti að skoða stillingu ljósa á næstu þremur gatnamótum á undan þessum þ.e.a.s. þegar ekið er austurátt. Ljósin virðast vera jafnlengi á þessum ljósum fyrir þá sem eru að koma inn á þessa stofnbraut og á þá sem eru að aka í austurátt eftir Sæbraut í austurátt. Lengja þyrfti þennan tíma á álagstímum fyrir þá sem aka um Sæbraut. Ef maður gerir þau mistök að fara Sæbrautina á þessum tíma getur það kostað langa viðveru í bílnum því röðin n

Þetta er talsvert ódýrara í framkvæmd heldur en sóunin á útsvari sem kallast mislæg gatnamót (sem gera ekkert annað en að auka umferð um hverfið okkar). Þetta er frábær hugmynd og ég vona að Reykjavíkurborg framkvæmi hana amk til reynslu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information