Loka akstursbraut að bílastæðum næst World Class Laugum

Loka akstursbraut að bílastæðum næst World Class Laugum

Bílastæði næst heilsuræktinni skapar mikinn akstur sem þverar göngustíginn milli Laugardalslaugar og Laugardalsvallar. Það er mikið af gangandi og hjólandi vegfarendum sem fara þennan stíg og oft hefur legið við slysi þegar bílar þvera þennan stíg. Það eru ekki mörg stæði innan þessa svæðis ca. 34 stk. skv. deiliskipulagi. Hins vegar valda þau mikilli umferð þar sem margir ökumenn freista gæfunnar að fá þessi stæði næst heilsuræktinni og þvera göngustíginn tvisvar með rúntinum í leit að stæði. Það er meira en nóg af stæðum fjær húsinu sem skapa ekki þessa hættu. Bílastæðin ættu hins vegar áfram að vera aðgengileg fyrir hreyfihamlaða og sjúkrabíla.

Points

Auka öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018. Skipulagsferill þessa verkefnis er of langur fyrir tímaramma verkefnisins Hverfið mitt. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi aðila. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Ég mæli heilshugar með þessari tillögu. Það hafa orðið slys þarna, amk tvisvar hefur verið ekið á gangandi/hjólandi vegfaranda þarna. (sem tilkynnt var til lögreglu)

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information