Betri Vesturbæjarlaug

Betri Vesturbæjarlaug

Nú er svo komið með mikilli aukningu gesta að Vesturbæjarlauginni og að er virðist sama fjölda strafsmanna laugarinnar að gæði hreinlætis hafa hrakað. Margir vesturbæingar kjósa að nota aðrar laugar vegna þessa mikla ágangs en þar koma heilu hóparnir í laugina án þess að fara eftir reglum um að þrífa sig. Þetta er náttúrulega vandamál í flestum laugum borgarinnar sem ÍTR ætti að vinna í að laga, en í tilfelli Vesturbæjarlaugarinnar legg til að við grípum til aðgerða, fjölgum starfsfólki og léttum álagi á því góða fólki sem er þar nú fyrir, tökum aftur upp 'stranga baðvörðinn' og viðhöldum hreinlætiskröfum sem við erum vön.

Points

Orð í tíma töluð. Það er ótrúlega þreytandi að neyðast nær alltaf sem baðgestur til að benda útlendingum á góðan líkamsþvott áður en farið er ofan í laugina vegna þess að það sjást aldrei neinir baðverðir nema til að þrífa og þá eru þessar fínu stelpur uppteknar við það en ekki að fylgjast með hinu sem nefnt var. Einhver sagði að án þvott - sem er besta sóttvörnin - þyrfti mögulega að auka klórmagn laugarinnar. Veit ekki hvort rétt er en nóg er klórið samt!

Sundlaugarnar eru svo stór þáttur í heilsu og hamingju þjóðarinnar. Mikilvægt að halda uppi gæðum og reglum um hreinlæti.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2018. Hugmyndinni hefur verið komið áfram sem ábendingu, eftir eðli hugmyndar, ekki er talin þörf á að setja slíkt verkefni í kosningu. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Bætum hreinlætið endilega frekar en að auka magn eiturefna í vatninu. Fleira starfsfólk þýðir líka að það getur betur haldið uppi öðrum reglum í lauginni, eins og td hvar er ætlast til að sé sundpláss og hvar leikpláss. Þetta var í molum síðasta sumar vegna manneklu.

Mjög stór partur af lífi Reykvíkinga að stunda laugarnar og það að fara í sund er líklega sú líkamsrækt sem er hvað aðgengilegust og ódýrust. Það er því afar hvimleitt þegar maður tekur sundsprett/situr í potti/situr í gufu og maður finnur ILMVATNS- EÐA RAKSPÍRALYKT af einhverjum sundgesti rétt hjá sér. Það er sönnun þess að viðkomandi hafi ekki skolað sig í sturtu. Sund á að vera hrein og tær upplifun, og sundgestir sem neita að sturta sig mega ekki fá að eyðileggja það.

Verandi daglegur gestur í lauginni þá hefur mér blöskrað. Ekki túristarnir, sem þurfa sumir á ítrekuðum ábendingum að halda, heldur ungir karlmenn sem sækja laugina. Ég sé í hverri heimsókn Íslending á bilinu 16-25 ára sem, lætur það ekki bara vera að baða sig almennilega, heldur fara í laugina í nærbuxunum undir sundskýlunum. Eins ógeðslegt og það hljómar held ég að þetta sé tískufyrirbrigði því ég sé drengina passa upp á að merkjastrengur nærfatanna sjáist ofan við sundfötin.

Hreinlæti fyrir öllu, bæta við starfsfólki ef þarf til að fylgja eftir reglum um hreinlæti. Hvort sem það eru ferðamenn eða aðrir. Myndi hjálpa að hafa saltvatn líka í lauginni til að þurfa ekki meiri klór? spyr sá sem ekki veit. En allt til að halda sundupplifuninni tærri og hreinni :)

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information