Fab lab í Grafarvog

Fab lab í Grafarvog

Viltu hafa aðgang að þrívíddarprentara, laserskera, tölvustýrðum fræsara, vínilskera í þínu hverfi? Fab lab er smiðja sem er opin öllum og væri frábært að fá slíka smiðju í hverfið okkar. Það væri mikill styrkur fyrir skapandi starf í skólum hverfisins sem og fyrir almenning í hverfinu.

Points

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem hún rúmast ekki innan fjárhagsramma verkefnisins. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Þessi hugmynd verður send til sem ábending til FabLab á Íslandi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Frábær tillaga, sé fyrir mér að skólarnir tækju Fab lab vinnustofu fagnandi. Eins gæti slík vinnustofa laðað að sér handverksfólk. Eldri borgarar gætu líka fundið spennandi vettvang til tómstunda.

Svo sannarlega snilldar hugmynd. FabLab er frábær staður til að prófa sig áfram með hönnunarhugmyndir. Það er frábært að fara með nemendur í FabLab og væri ennþá betra að þurfa ekki að ferðast í strætó í klukkutíma hvora leið til þess að nemendur okkar geti kynnst þessum frábæra stað.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information