Hraðahindrun á milli Háaleitisbrautar 113 og 125

Hraðahindrun á milli Háaleitisbrautar 113 og 125

Mikil endurnýjun íbúa hefur orðið í Háaleitishverfinu síðustu ár og samhliða því mikil fjölgun barna. Við sem búum á Háaleitisbraut 117-123 og vísast fleiri þarna í kring, höfum áhuga á að fá hraðahindrun í botnlangann okkar. Þó að hann sé rétt tæpir 200 metrar á lengd, þá er oft ekið þarna á allt of miklum hraða. Bílum er lagt upp við fjölbýlishúsin og ef barn skýst snögglega út á götuna, á milli bílana í bílastæðinu, hafa ökumenn skamman tíma til að bregðast við. Einnig er göngustígur á milli blokkanna og af honum koma stundum hjólreiðamenn á öllum aldri, á miklum hraða á leið norður og þvera götuna. Ef hraðahindrunin væri einnig merkt sem gangbraut, þá myndi hún enn frekar verða börnunum örugg leið til og frá „Nýja róló“, sem er vinsælt leiksvæði norðan við blokkirnar. Á myndinni, er merkt með svörtum lit staðsetningin á milli Háaleitisbrautar 113 og 125, þar sem við teljum að hraðahindrun myndi nýtast best.

Points

Hraðahindrunin myndi auka öryggi ungra vegfarenda.

Umferðin þarna er oft allt of hröð miðað við aðstæður og mikið af börnum sem fara þarna yfir götuna á leiðinni til og frá leiksvæðinu.

Nauðsynlegt og tímabært að fá hraðahindrun þarna.

Hugmynd þessi var metin tæk af umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hugmyndin fór í framhaldi fyrir hverfisráð. Lokaniðurstaðan er sú að þessi hugmynd er ein af þeim 25 sem kosið verður um í haust 2018 í þínu hverfi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Mjög þarft og fá þá gangbraut yfir í leiðinni.

Löngu tímabært að skella niður hraðahindrun á þessum stað til að tryggja öryggi litlu vegfarandanna.

Hraðahindrun og þrengingu, ekki seinna en núna.

Algjörlega sammála

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information