Lagt er til að leyft verði að aka af Barðavogi út á austurakrein Skeiðarvogs. Ekki verði leyft að aka inn á Barðavog af Skeiðarvogi.
1. Minnkar tvístefnuakstur um Barðavoginn. Bílum er alltaf lagt í vestanverðra götuna sem veldur því að erfitt er að mætast á götunni. Þeir sem aka suður götuna verða að víkja sem oft er erfitt vegna kyrrstæðan bíla í götunni. 2. Styttir verulega akstur fyrir þá sem búa norðarlega í götunni. Til að komast niður á Sæbraut þarf að taka stóran hring, suður Barðavog, vestur Snekkjuvog, austur Skeiðarvog og þá loks niður á Sæbraut. 4 hægri beygjur og vel á annan kílómetra.
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2018. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation