Náttúruleg leiktæki og þrautabraut á skólalóð Vogaskóla

Náttúruleg leiktæki og þrautabraut á skólalóð Vogaskóla

Hugmyndin er að setja upp náttúruleg leiktæki á grasbalann sem liggur við endann á skólalóð Vogaskóla. Þetta er svæði sem gæti nýst mjög vel ef sett væri upp þrautabraut eða leiktæki gerð úr náttúrulegum efnivið að mestu leiti s.s. stórum og litlum viðardrumbum. Sjá hugmyndir á myndum sem fylgja með. Náttúruleg leiktæki sett upp sem þrautabraut myndi bæta mjög valmöguleika krakka til að leika sér og þjálfa hreyfifærni. Þarna væri hægt að æfa jafnvægi, klifur, stökk og samhæfingu ásamt því að bæta þol og styrk. Nánari útfærsla sem passar fyrir svæðið yrði unninn af fagfólki þannig að öllum öryggisstöðlum yrði fylgt.

Points

Náttúruleg leikföng sett upp sem þrautabraut mynd bæta mjög valmöguleika krakka til að leika sér og þjálfa hreyfifærni. Þarna væri hægt að æfa jafnvægi, klifur, stökk og samhæfingu ásamt því að bæta þol og styrk.

Hugmynd þessi var metin tæk af umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hugmyndin fór í framhaldi fyrir hverfisráð. Lokaniðurstaðan er sú að þessi hugmynd er ein af þeim 25 sem kosið verður um í haust 2018 í þínu hverfi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Full fábrotin skólalóð sem þarfnast fleiri möguleika fyrir börnin.

Tek heilshugar undir þessa hugmynd!!

Þá get ég farið að leika mér!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information