Sektum bíla sem þvælast fyrir vorþrifum

Sektum bíla sem þvælast fyrir vorþrifum

Þrif á götum í Reykjavík eiga sér einkum stað á vorin. Íbúar borgarinnar eru beðnir um að flytja bílana sína á viðkomandi degi. Það er gert með bréfasendingum, skiltum og auglýsingum. Staðreyndin er hins vegar sú að margir taka ekki mark á þessum tilmælum. Í miðborginni er jafnan lagt í flest bílastæði meðfram götum þegar þær eru þrifnar. Fyrir vikið er ekki hægt þrífa þær almennilega. Í sumum tilfellum er greinilegt að rusl, sandur og drulla hafa safnast upp meðfram götuköntum í mörg ár. Sóðaskapurinn sem af þessu hlýst er augljós, þar að auki eru niðurföll víða stífluð. Þetta er einföld leið til að auka þrifnað i borginni og kostar auk þess ekkert.

Points

Þetta er einföld leið til að auka þrifnað i borginni og kostar auk þess ekkert.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2018. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information