Loka beygjuakrein af Hofsvallagötu inn á Ægisíðu

Loka beygjuakrein af Hofsvallagötu inn á Ægisíðu

Beygjuakrein af Hofsvallagötu inn á Ægisíðu verði lokað til að auka umferðaröryggi, jafn akandi sem gangandi. Akreinin veldur því að ökumenn koma á miklum hraða inn á Ægisíðu og athygli ökumanna er þá gjarnan á bílaumferð sem kemur vestur eftir Ægisíðu. Þetta eykur hættu á árekstrum, t.d. aftanákeyrslum, auk þess sem gangandi vegfarendum getur stafað hætta af. Þetta er t.d. nýlegur vitnisburður af facebook-síðunni Vesturbærinn: „Við feðgarnir vorum rétt í þessu að bíða eftir strætó fyrir framan N1 og það kom einmitt bíll á svo miklum hraða úr beygjunni (langt yfir hámarkshraða hvorrar götu um sig) að bílstjórinn virtist vera að missa stjórn á bílnum og var næstum kominn upp á gangstétt til okkar. Þar lá við stórslysi þó við værum bara uppi á gangstétt“.

Points

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2018. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Já, þetta er lífsnauðsynleg breyting. Eitthvað sem ætti ekki að þurfa að kjósa um!

Sem 107-vesturbæingur nánast frá fæðingu veit ég að þessi gatnamót eru stórvarasöm, sérstaklega þegar þarf að ganga yfir þessi tilteknu beyjuakrein þar sem bílar koma iðulega á fullri ferð og gangandi vegfarendur þurfa stundum að hlaupa yfir til að forða sér frá slysi. Sárafáir stoppa, flestir aka áfram og gæta sín bara á öðrum bílum. Þessi gatnamót eru almennt mjög varasöm, hvar sem maður er að fara gangandi yfir og þarna hafa líka orðið margir árekstrar. Þetta þarf að bæta, tillagan er því góð

Þetta tiltekna horn laðar að sér mikla umferð gangandi vegfarenda og barna þar sem þarna er tenging hverfisins við grænt svæði og upphafspunktur göngu- og hjólagstígakerfis. Þarna ætti því að vera trygg leið fyrir fjölbreytta umferð með fremur lágum umferðarhraða. Það væri til mikilla bóta að lagfæra þessi gatnamót. Beygjuakreinin mætti jafnvel halda sér, bara liggja í 90 gráður en ekki svona til þess fallin að auka umferðarhraða eins og í dag.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information