Þrjár myndastyttur í miðborginni

Þrjár myndastyttur í miðborginni

Hugmyndin er sprottin af því, að á gangstétt í miðborg Þrándheims er myndastytta af Hjalmar Andersen í skautahlauparastellingu, en Hjalmar eða "Hjallis" eins og hann var kallaður, var helsta stjarna Norðmanna á Vetrar-Ólympíuleikunum 1948 og er frægasti borgari Þrándheims. Mér detta í hug þrjár styttur í Reykjavík, allt heimsþekkt fólk. 1. Björk Guðmundsdóttir í svanabúningnum við Hörpu. 2. Helgi Tómasson í ballettstellingu á tröppum Þjóðleikhússins. 3. Vigdís Finnbogadóttir, annað hvort við Iðnó eða stofnun, sem kennd er við nafn hennar. (sett inn af verkefnisstjóra (BB) fyrir hönd hugmyndahöfundar)

Points

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018. Listaverk í almenningsrými eru að jafnaði valin að undangenginni samkeppni á meðal listamanna og eru þeim þá gefnar frjálsar hendur hvað varðar útfærslu hugmynda. Ekki er algengt að reistar séu standmyndir af lifandi fólki. Einstaklingar sem vert er að heiðra hafa margir sett sig upp á móti því að það sé gert með þeim hætti. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 11.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

😀

Fleiri styttur er algjörlega málið. Þarf ekki endilega að vera sögufrægt fólk, getum líka leyft myndlistafólki að spreyta sig í samkeppni.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information