Stækka og bæta leikvöll í Hljómskálagarði

Stækka og bæta leikvöll í Hljómskálagarði

Bæta leikvöllinn sem er nú þegar í horni Hljómskálagarðs við Sóleyjargötu/Njarðargötu. Sameina róluvöllinn og stóru klifurgrindina, gera stóran leikvöll þar sem allt svæðið er sérhannað fyrir leik og útivist allrar fjölskyldunnar. Hafa hluta leikvallarins afgirtan svo yngstu börnin geti hlaupið örugg um. Vatnshanar, buslvænir gosbrunnar, margar ruslafötur, borð og bekkir. Gæta sérstaklega að aðgengi. Svona leikvelli má finna víða í Evrópu, t.d. The Level í Brighton.

Points

Það er byrjað á þessu en væri bara frábært að gera meira og betur, þessi garður er að verða svo fallegur og það væri dásamlegt þessa fáu sólardaga okkar að miðbærinn gæti sameinast um þennan fallega garð, Hallargarðinn lika helst.

Yngstu íbúar og gestir borgarinnar eiga skilið að njóta opinna svæða á öruggan hátt, í fallega skipulögðum og hönnuðum rýmum þar sem leikgleðin er í fyrirrúmi.

Þessi hugmynd var sameinuð við hugmyndina „Stærra og betra leiksvæði í Hljómskálagarðinn“ sem er í kosningu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information