Göngubrú á sjávarstíg á Granda Vesturbæ

Göngubrú á sjávarstíg á Granda Vesturbæ

Lagt er til að byggð verði létt göngubrú yfir olíuleiðslurnar sem liggja frá olíutönkunum við Hólmaslóð að skipabryggjunni, þannig að hægt væri að ganga áfram eftir stígnum sem liggur á bak við olíutankana og áfram yfir á göngustíginn sem liggur meðfram ströndinni við Eyjaslóð, sjá 26. gr., 29. gr. og 30 .gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd. Miðja vegu, þegar gengið er bak við tankana, eru fallegar klappir. Það væri gaman að geta gengið þennan hring meðfram sjónum.

Points

Aðgengi gangandi að sjávarsíðu umhverfis Örfirisey.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem verkefni hugmyndarinnar er ekki innan verkefna eða valdheimilda Reykjavíkurborgar eða ekki á borgarlandi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi

Svæðið nýtist þá betur þar margir sem nota svæðið í kring til útivistar. Þetta aukna aðgengi myndi þá bæta það enn frekar.

Það væri gott að geta gengið allan hringinn einmitt - leiðinlegt að þurfa að snúa við og labba sömu leið til baka.

Frábært að geta gengið hringinn þarna. Fallegt útsýni út á Faxaflóa.

Vænt fyrir bæði túrista og heimamenn.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information