Hjólastíg við Eiðisvík

Hjólastíg við Eiðisvík

Hér er lagt til að settur verði upp hjólastígur við Eiðisvíkina til þess að minnka hættu á slysum og auka öryggi allra sem fara um svæðið. Börnum og gangandi fólki væri þar með eftirlátinn göngustígurinn sem nú er, sem víða er þröngur og illa farinn, en hjólreiðafólk sem kemur í hópum víða að úr borginni, keppnisklætt og hraðametssetjandi, getur ekið um á eigin braut. Oft er þröngt á þessum mjóa stíg sem nú er og hann farinn að láta á sjá víða. Merkingar sem sumstaðar sést enn glitta í eru löngu hættar að þjóna sínum tilgangi vegna aukinnar umferðar, hraða hjólanna, stærðar hjólahópanna og vegna þess að merkingunum hefur alls ekki verið haldið við. Mest er álagið á vorin, sumrin og haustin en á þeim tímum er hættulegt að leyfa ungum börnum að ganga þarna án þess að þau séu leidd enda er stöðug mikil og hröð umferð hjópafólks þarna um. Þeir sem hjóla hring um borgina fara þarna allir um, auk þeirra sem hjóla til vinnu frá Gröndunum og Seltjarnarnesi. Þessi stígur og fjaran eru hinsvegar nánast eina útivistarsvæðið í þessum bæjarhluta og því mikilvægt að þarna sé hægt að fara um fyrir þá sem vilja njóta nálægðarinnar við sjóinn. Eldri borgarar sem búa þarna nálægt, meða annars á Aflagranda, nota stíginn líka en kvarta yfir yfirgangi hjólafólks. Seltjarnarness megin eru hlutirnir svo í mun betra lagi og skömm að sjá aðstöðumuninn á milli bæjarfélaganna þarna. Þar hefur stígunum verið skipt upp í tvo og allir ánægðir þar : ) Sömu sögu er að segja af Ægissíðunni en nú er kominn tími til að taka til hendinni við Eiðisvíkina. 🚴🏃🚶⛄

Points

Við fáum ekki einu sinni að kjósa um tillöguna með 85 hjörtu! Á meðan íbúar við Ægisíðuna eru að rífast um hvernig sé best að koma fyrir leiktækjum og lýsingu á hjólastígunum sínum, er ekki til peningur til þess að breikka stíginn við Eiðisvíkina svo gangandi vegfarendur geti gengið þar óskaddaðir um. Ekkert mál að byggja þétt og alltof há hús við Grandana, en að laga göngustíga fyrir gamla fólkið og börnin? Nei það er of mikið. „Nei, við þurftum að nota peninginn í bragga í Nauthólsvík"

Aukið öryggi ættu að vera helstu rökin, en til þess að átta sig á óþægindunum af núverandi fyrirkomulagi verður fólk að upplifa á eigin skinni að fá hóp af hjólreiðamönnum í hljóðlaust bakið á hundraðkílómetra hraða. Enginn þorir að ganga þarna um með ung börn laus eða á litlum hjólum að æfa sig því hættan á árekstrum er of mikil. Tvískipting viðlíkra stíga víða um borgina, og einmitt á þessum stíg við bæjarmörkin Seltjarnarnes megin, ættu síðan að vera nægileg dæmi um nauðsyn þessarar aðgerðar

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem hún rúmast ekki innan fjárhagsramma verkefnisins. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information