Göngubrú yfir Kringlumýrarbraut við Suðurver

Göngubrú yfir Kringlumýrarbraut við Suðurver

Mikill fjöldi ungmenna þarf að fara yfir þessi hættulegu gönguljós á hverjum degi til að komast í og úr skóla. Margsinnis hafa orðið slys á ungmennum og fullorðnum sem þarna fara yfir. Tilvalið er að setja göngubrú þarna yfir frá Suðurveri að Kringlusvæðinu.

Points

Borgaryfirvöld verða að gera það upp við sig hvort þau ætli að gera þarna borgargötu (eins og ég sá einhversstaðar í tengslum við endurskipulagningu Kringlusvæðisins) eða halda þessari hröðu og miklu umferð. Ef hið síðarnefnda verður upp á teningnum, gengi ekki að láta fólk, þar á meðal börn, þurfa að hætta lífi sínu til að komast yfir. Á ekki Krringlusvæðið að verða íbúðavænt? Felur það ekki í sér að trengja það betur við nærliggjandi byggð?

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem hún rúmast ekki innan fjárhagsramma verkefnisins. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Fer sjálf og horfi á fólk fara þarna yfir daglega á rauðu þar sem ljósin eru líka fáránlega stillt, sem og á móts við Listabraut. Held að það sé ekki spurning hvort heldur hvenær verður banaslys þarna ef ekkert verður að gert fyrir öryggi gangandi vegfaranda. Oft mjög blindað af sól fyrir ökumenn einnig.

Þetta eru stórhættuleg gönguljós og kemur oft fyrir að bílar stansi ekki á rauðu ljósi, og þeir eru gjarnan á mikilli ferð. Þarna er nánast stöðugur straumur af börnum og fullorðnum sem sækja þjónustu yfir í Kringlu, Borgarleikhús og fleiri fyrirtæki hinu megin við Kringlumýrarbrautina. Mörg slys hafa þegar orðið og ekki spurning að þarna eigi eftir að fara sorglega illa einn daginn ef ekki verður bætt úr. Göngubrú eða undirgöng eru í raun eina lausnin.

Löngu kominn tími á þetta. Í nýju deiliskipulagi er gert ráð fyrir að akreinar fari úr 8 í 10 en hvergi gert ráð fyrir að bæta samgöngur fyrir þá sem þurfa að þvera götuna gangandi eða hjólandi. Setti inn sömu hugmynd fyrir Háaleiti: https://hverfid-mitt-2018.betrireykjavik.is/post/17462

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information