Hraðahindranir og aukið öryggi

Hraðahindranir og aukið öryggi

Síðustu ár hefur umferð bifreiða aukist bæði í Hraunbergi og Hólabergi með tilkomu Fagrabergs. Í Hraunberginu er leikskóli, frístundaheimili og skátaheimili og töluverð umferð foreldra og barna sem þarna eiga leið um. Hraði hefur aukist í götunum og hægri réttur ekki virtur. Með þvi setja upp fleiri hraðahindranir bæði í Hraunbergi og Hólabergi og setja upp fleiri skilti sem sýna að þarna séu börn á ferðinni aukum við öryggi þeirra sem þarna eiga leið um.

Points

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin var metin tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2018. Einungis er hægt að stilla 25 tækum hugmyndum upp til kosninga á hverju ári. Hverfisráð fór yfir tækar hugmyndir og þessi hugmynd rataði því miður ekki í uppstillingu þetta árið. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Ekki fleiri hraðahindranir í borgina takk!!! Ef borgaryfirvöld vilja í Alvöru auka öryggi okkar með því að draga úr hraðakstri myndu þau fjölga hraðamyndavélum. Statistik sýnir að það má auðveldlega láta hraðasektir standa undir kostnaði við þær og að auki geta þær gagnast sem öryggismyndavélar með því að skrá niður bílnúmer.

Ekki fleiri hraðahindranir í borgina takk, leiðindar apparöt sem fara illa með fjöðrunarbúnað bíla. Nágrannalöndin eru að vinna í því að taka burt hraðahindranir og setja hraðamyndavélar í staðinn, sem er mun sniðugra og vel þess virði að athuga hvort slíkt myndi virka hér á landi.

Styð þá hugmynd að reyna að hægja á umferð í þessum götum og merkja betur hvar börn gætu verið á ferðinni. Einnig mætti merkja gangbrautir betur

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information