Hreinsun gönguleiða með KORPÚLFUM.

Hreinsun gönguleiða með KORPÚLFUM.

Korpúlfar samtök eldri borgara í Grafarvogi taka að sér að hreinsa ákveðin svæði í Grafarvogi, eftir nánari lýsingu starfsmanna Hverfamiðstöðvar Reykjavíkurborgar. Korpúlfar hafa til nokkra ára tekið að sér þetta verkefni, með mjög góðum árangri, og hafa mikinn hug á að halda því áfram. Með þessu vilja Korpúlfar sýna íbúum í Grafarvogi að með samstilltu átaki er hægt að hafa Grafarvoginn hreinan og fínan allt árið.

Points

Þetta er mikilvægt m.a. vegna félagsauðsins í Korpúlfum. Korpúlfar eru umhverfisvænir og hafa mkinn metnað í að hafa umhverfið sitt eins fallegt og hreint og nokkur kostur er.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin var metin tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2018. Einungis er hægt að stilla 25 tækum hugmyndum upp til kosninga á hverju ári. Hverfisráð fór yfir tækar hugmyndir og þessi hugmynd rataði því miður ekki í uppstillingu þetta árið. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Við erum “ Homo Sapiens “, eða hin vitiborna vera. Skeytingarleysi þarf ekki að vera okkar fylgifiskur.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information