Göngustígur í brekkuna milli Austurvers og Hvassaleitis

Göngustígur í brekkuna milli Austurvers og Hvassaleitis

Mikil umferð gangandi er á milli Hvassaleitis og Austurvers. Sérstaklega eru áberandi eldri borgarar og börn á leið í Hvassaleitisskóla. Ganga þarf á götunni þar sem nokkur umferð vörubíla er vegna vörumóttöku Nóatúns og því mikið öryggisatriði og til þæginda að skilja að umferð gangandi og bíla í brekkunni. Götulýsing ásamt göngustíg.

Points

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem verkefni hugmyndarinnar er ekki innan verkefna eða valdheimilda Reykjavíkurborgar eða ekki á borgarlandi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi

Það hefur alla tíð tilfinnanlega vantað göngustíg þarna. Stórhættulegt að ganga á götunni og enn hættulegra í hálku. Einnig hefur lengi vantað götulýsingu.

Stórfín hugmynd sem er meira en sjálfsögð

Mjög nauðsynlegt svo mætti bæta við gangbrautarljósum yfir Háaleitisbraut á móts við Austurver

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information