Fleiri gosbrunna

Fleiri gosbrunna

Í Reykjavík eru næstum engir gosbrunnar og það væri svo næs að fá gosbrunn einhverstaðar í borgina. Það er líka sniðugt fyrir krakka að leika sér í ef það verður heitt á sumrin.🐳

Points

Fyrir land og þjóð sem er jafn rík á vatni, bæði heitu og köldu, þá er undravert hvað lítið er að finna af gosbrunnum á höfuðstaðnum. Að setja gosbrunn á förnum vegi, við torg eða í garð samanborið við nágrannalönd okkar, fáeina bekki í kring, og einhvern gróður, myndi lífga upp á tilveru sem og verða skemmtilegur áningarstaður fyrir gesti og gangandi. Að stinga upp á "sprinkler" í göðrum sem sambærilega lausn eru órök.

Gosbrunnar taka pláss og sóa vatni, kosta pening og eru bara til sýnis. Virði gosbrunnarins fer mest eftir hversu flott listaverk hann er og e.t.v. hvar hann er staðsettur, t.d. á ferðamannastað eða stað með mikið af börnum. Börnin geta ábyggilega fundið sprinkler í garðinum til að kæla sig. Að "gera borgina betri" eru óljós rök og mætti fara nánar út í.

Gosbrunnir eru skemmtilegir, fallegir og gera borgina betri

Hugmynd þessi var metin tæk af umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hugmyndin fór í framhaldi fyrir hverfisráð. Lokaniðurstaðan er sú að þessi hugmynd er ein af þeim 25 sem kosið verður um í haust 2018 í þínu hverfi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information