Hraðahindrun í Meðalholtinu

Hraðahindrun í Meðalholtinu

Stórhættulegt fyrir börn !! Það er einungis gangstétt sunnan megin í Meðalholtinu. Norðan megin er gengið beint úr görðum og út á götu. Þetta skapar stórhættu fyrir börn, þar sem við flesta garða er veggur sem þau sjá ekki yfir og vaða þá gjarnan beint út á götu. Vart hefur orðið við vaxandi og hraðari umferð upp götuna. Einnig í vaxandi mæli hefur fólk verið að keyra niður þessa einstefnugötu í stað upp, þetta er hættulegt bæði fyrir börn og fullorðna og mætti því gjarnan setja upp fleiri og/eða meira áberandi einstefnuskilti.

Points

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2018. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information