Laga göngustíga og tröppur milli húsa í Dalalandi

Laga göngustíga og tröppur milli húsa í Dalalandi

Tröppur og göngustígar á milli fjölbýlishúsa í Dalanlandi eru að brotna niður og kominn tími á viðgerðir og/eða endurbætur

Points

Ástand er til háborinnar skammar og eingöngu tímaspursmál hvenær slys verður, á það sérstaklega við um gangstíg á milli Dalalands 12 og Dalalands 14

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2018. Svæðið sem um ræðir er ekki á lóð Reykjavíkurborgar heldur er um húsfélagsmál að ræða. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17. - 30. október nk. Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Sammála því að laga stígana en borgin hefur svarað afdráttarlaust að þetta er á ábyrgð götunnar en ekki borgarinnar. Við íbúar hverfisins þurfum því miður að fara í átak og laga þetta sjálf á eigin kostnað.

Ég er sammála því að gangstígar eru víða mjög illa farnir og skapa hættu fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Íbúar í Fossvoginum hafa hins vegar nú þegar endurnýjað þó nokkra hellulagða stíga milli húsa víðs vegar um dalinn á eigin kostnað - sbr ummæli Þórðar hér að neðan. Þetta er okkar ábyrgð.

Eru orðnir stórhættuleg slysagildra þessir stíga. Mikil umferð almennings um þá þ.s. þeir tengja efri og neðri svæðin í Fossvoginum.

Stígurinn milli D12 og D 14 er hruninn, Sandur og möl hefur runnið undan tröppum (þrepum) og frá frárennslisgrunni á stígnum. Slysagildra enda stígurinn mikið notaður til að komast á opið svæði fyrir neðan, þar sem búið er að malbika stíga.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information