Sundlaug í Seljahverfið

Sundlaug í Seljahverfið

Notalegt væri að hafa sundlaug rett fyrir neðan barnaheimilið vestan við Seljakirkju, þar sem litla skólalaugin er núna. Sendi inn mynd af svæðinu þar sem ég er búinn að klippa út Breiðholtslaugina og koma henni fyrir á svæðinu. Eftir er að teikna bílastæði, en aðkomuleiðir gætu verið nokkrar, eftir því hvað fólki finnst. Staðsetningin er góða og í göngufæri fyrir alla íbúa Seljahverfis.

Points

Væri tvímælaust mikið yndi af slíkri laug, hún mætti vera minni en Breiðholtslaugin, en myndi líka geta þjónað báðum skólum Seljahverfis.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem hún rúmast ekki innan fjárhagsramma verkefnisins. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information