Verndun Blikastaðakróar/ Leiruvogs innan borgarmarka

Verndun Blikastaðakróar/ Leiruvogs innan borgarmarka

Blikastaðakró / Leiruvogur er hversverndað grunnsævi með miklu lífríki. Þessi vogur er nánast að verða eina strandsvæðið innan borgarmarka - fyrir utan Kjalarnes, sem ekki hefur verið raskað að öllu eða miklu leiti. Þarna er mikilvægt fuglasvæði, selir, sprettfiskar, lax og margt fleira. Svæðið er mikilvægt kennslusvæði og vinnsælt útivistarsvæði. Fyrir mörgum árum var byggður upp vegur út í Geldinganes vegna grjótnáms. Þegar þvi lauk átti að rjúfa eiðið að nýjum eða koma fyrir ræsum. það hefur ekki verið gert þannig að á undanförnum áratug hefur vogurinn smám saman verið að fyllast af seti svo nú eru á fjöru komnar miklar leirur. Ástæðan er sú að sjórinn leikur ekki lengur kringum Geldinganes á flóði heldur virkar vegurinn eins og stífla. Borgaryfirvöldum hefur ítrekað verið bent á þetta. Eitt besta friðlýsta strandsvæðið sem ávallt er öruggt fyrir börn og aðra. Frábært kajaksvæði fyrir byrjendur sem er að verða ónothæft vegna setsöfnunar. Liggur undir skemmdum. Nauðsynlegt er að opna leið fyrir sjóinn þannig að hann skolist út á flóði. Þetta má gera með nokkrum ræsum þannig að gönguleið sé ávalt út í Geldinganes eða með því að rjúfa eiðið og færa í fyrra form, en þá er gönguleiðin aðeins opin á fjöru, líkt og í Gróttu.

Points

Mikilvægi þess að eiga aðgang að óspilltri náttúru í borgarlandi er ómetanlegt. Þetta svæði er m.a. aðgengilegt öllum með góðum göngustígum. Ómetanlegt fyrir náttúrufræðikennslu barna.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem hún rúmast ekki innan fjárhagsramma verkefnisins. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Sammála, væri fínt að gera ræsi

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information