Kringlumýrarbraut í stokk við Álftamýri og Bólstaðarhlíð

Kringlumýrarbraut í stokk við Álftamýri og Bólstaðarhlíð

Vegna mikils umferðarþunga og -hávaða þá myndi umhverfisgæði íbúa við Álftamýri og Bólstaðarhlíð aukast mikið ef að Kringlumýrarbraut yrði sett í stokk. Stokkurinn á Kringlumýrarbraut yrði mögulega á einni hæð á um 8 til 10 metra dýpi og myndi byrja sunnan við Stigahlíð og enda norðan við Suðurlandsbraut og þannig minnka umferð á hættulegustu gatnamótum í Reykjavík á Miklubraut, hann yrði með tveimur akreinum í báðar áttir líkt og tillaga er um að gert verði á Miklubraut. Líkt og á Miklubraut þá myndi stokkur á Kringlumýrarbraut bæta aðstæður á yfirborðinu og draga úr umferðarhávaða, einnig munu möguleikar til uppbyggingar á svæðum aukast og þá munu tækifæri skapast til þess að þétta byggð enn meira.

Points

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem hún rúmast ekki innan fjárhagsramma verkefnisins. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information