Gámasvæði

Gámasvæði

Gera gámasvæðin í hverfinu snyrtilegri. Það er líkt og þeim hafi einfaldlegs verið plantað niður í laus stæði og svo ekki meir. Það mætti til dænis byggja grindverk í kringum gámana svo ruslið sem ekki ratar í gámana fjúki ekki upp í nærliggjandi garða. Eins og þetta lítur út núna þá er þetta frekar ósmekklegt.

Points

Sammála, gámasvæðin verða oft mjög subbuleg vegna þessa og fólk virðir ekki svæðið og ýmsu dóti er hent í kring. Síðasta ár hafa til að mynda verið skildir eftir heilu hillusamstæðurnar, þurrkari ofl drasl! Einnig þegar gámur er fullur þá fýkur rusl um allt hverfið sem gerir allt svæðið subbulegt

Hugmynd þessi var metin tæk af umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hugmyndin fór í framhaldi fyrir hverfisráð. Lokaniðurstaðan er sú að þessi hugmynd er ein af þeim 25 sem kosið verður um í haust 2018 í þínu hverfi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Svo sannarlega þarf að taka gámasvæðin í gegn! Þau eru oft gríðarlega sóðaleg og oft dreifist ruslið á víð og dreif. Nauðsynlegt er að girða svæðin af á einhvern hátt bæði til að sjónmenga ekki umhverfið og einnig til að koma í veg fyrir að rusl, sem fólk hendir við hlið gámana þegar þeir eru fullir, fjúki af stað út í umhverfið

Sammála og mikilvægt að borgin hreinsi þessi svæði reglulega. Þó fólk eigi ekki að setja stóra hluti þarna þá er það stundum gert.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information