Útrýma hægri rétti, setja upp biðskyldumerki

Útrýma hægri rétti, setja upp biðskyldumerki

Setjum upp biðskyldumerki við þau örfáu gatnamót sem eftir eru í Breiðholtinu og stuðlum að auknu öryggi í umferðinni.

Points

Vandamálið við hægri réttinn er að hann er svo óvíða notaður að margir hyggja ekki að honum þegar í aðstæðurnar eru komið. Dæmi er gatnamót Engjasels og Dalsels. Oft koma ökumenn niður Dalselið á góðri ferð niður brekkuna, staðráðnir í að heimta rétt sinn og aka í veg fyrir fólk sem er á leið út úr Engjaseli og áttar sig ekki á aðstæðum. Gamla slagorðið 'Hætta til hægri' á vel við þarna. Tímabært er að setja biðskyldumerki við þau gatnamót sem eftir eru í Breiðholti. Þetta er ódýrt og tímabær

Ég óttast að þetta verði til þess að auka hraðann í Engjaseli og er hann þó iðulega of mikill. Frekar mætti setja skylti til upplýsingar í götuna, um að þar gildi hægriréttur.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2018. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Mjög margir sem fatta ekki strax að það er hægri rétt á þessum stöðum, sérstaklega fólk sem kemur í hverfið bara í heimsókn.

Hægri rétturinn heldur hraðanum niðri, t.d. í Flúðaselinu. Hægri rétturinn er (að ég held) einungis í götum sem eru með 30 km hámarkshraða - enda íbúagötur - og því veitir ekki af öllu til að halda hraðanum niðri.

Að halda niðri hraða með því að skapa óvissu er ekki rétta leiðin. Óvissa er alltaf óæskileg og líklega hvergi meira en í umferðinni. Við eigum ekki að vera með undantekningar frá meginreglum í umferðinni, þar á allt að liggja ljóst og klárt fyrir.

Væri ekki réttara að fækka þeim, hægri rétturinn er í fullu gildi hvort sem það er merki eða ekki.

Gunnar: Það er reyndar rangt hjá þér. Á vef lögreglunnar segir: “Þegar ökumenn stefna svo, að leiðir þeirra skerast á vegamótum, opnum svæðum eða svipuðum stöðum, skal sá þeirra, sem hefur hinn sér á hægri hönd, veita honum forgang.” Þannig gildir reglan um “rétt til hægri” **nema** þar sem umferðarmerki eða umferðarstjórn lögreglu gilda. **Þau gilda ofar þessari grunnreglu.** -- Sjá: logreglan.is/faqs/hvernig-virkar-haegri-forgangur/

Að setja upp skilti til þess að vara við því að það vanti skilti, það er eitthvað ...

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information