Stækka P svæði frá Ægisgötu að Framnesvegi

Stækka P svæði frá Ægisgötu að Framnesvegi

Með fjölgun ferðamanna og gististaða í miðborginni er orðið mjög erfitt fyrir íbúa miðbæjar að leggja sínum fjölskyldubílum. Sjáanleg aukning hefur einnig verið á því að þeir sem starfa í miðbænum leggi bílum sínum í íbúagötum fyrir ofan Ægisgötu þar sem gjaldfrjálst er að leggja. Með því að stækka P svæði 4 upp að Framnesvegi væri hægt að lagfæra þetta. Allir íbúar þessa svæðis hafa rétt á að kaupa íbúakort frá Bílastæðasjóði.

Points

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2018. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Þetta er góð tillaga að því gefnu að borgin útbúi kerfi þar sem hægt er að afhenda gestkomandi tímabundinn (mögulega rafrænan til að koma í veg fyrir misnotkun) gestapassa sem myndi fylgja hverri fasteign. Get ekki lagt bílnum heima við eigin hús á daginn.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information