Varúð til hægri til að minnka ökuhraða

Varúð til hægri til að minnka ökuhraða

Nota hægri regluna (varúð til hægri) í stað bið- og stöðvunarskyldu í íbúðagötum í mið- og vestubænum til að lækka umferðarhraða. Þessi aðferð hefur verið notuð víða í Evrópu til að minnka umferðarhraða með góðum árangri. Með þessu móti þurfa ökumenn að gæta varúðar á hverjum gatnamótum sem annars nýta rétt sinn á aðalbraut til að aka hana óhindrað og þá gjarnan og yfirleitt hraðar.

Points

Með þessu má minnka ökuhraða í íbúðahverfum og um leið auka öryggi allra og sérstaklega gangandi vegfarenda eins og barna. Ef ökumaður veit að hann á réttinn á næstu gatnamótum eykur það líkurnar á að hann aki hraðar og óvarlegar.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2018. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Með þessu má minnka ökuhraða í íbúðagötum þar sem ökuhraðinn er því miður of hraður. Dæmi um slíkar götur eru Framnesvegur, Ægis-, Hofsvalla- og Vesturgata o.fl. en um þessar götur fer mikill fjöldi barna á leið í og úr skóla. Bílastæði eru af skornum skammti í Vesturbænum og því er algengt að sjá bílum lagt bókstaflega á götuhornum og gangstéttum sem takmarkar mjög útsýni bæði gangandi og akandi vegfarenda sem gerir þörfina fyrir því að fara varlega enn brýnni.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information