Bætt öryggi - Beygjuljós á Bíldshöfða og Höfðabakka

Bætt öryggi - Beygjuljós á Bíldshöfða og Höfðabakka

Það er allt of oft sem það gerist að bíll treður sér inn á fyrstu akreinina úr beygjunni við Krónuna og stöðvar alla umferð af því að hann ætlar í raun á aðra eða þriðju akrein. Bíll sem kemur frá Grafarvogi og ætlar niður Ártúnsbrekkuna lendir oft í því að þurfa að snarhemla af því að einhver tróð sér inn á akreinina en stöðvar síðan. Það er með ólíkindum að á þessum mikla umferðastað sé ekki beygjuljós. T.d. er svo til nýlega komin beygjuljós á mótum Hallsvegar og Strandavegar þar sem er miklu minni umferð og þau nánast óþörf.

Points

Það er mikil slysahætta á þessum stað. Ekki spurning að setja beygjuljós þarna sem væru þá rauð þegar grænt væri á umferð úr Grafarvogi.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2018. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Beygjuljós leysa þetta ekki þar sem þetta er hægri beygja, beygjuljós gagnast við vinstri beygju sem þverar umferð á móti

Já beygjuljós gagnast auðvitað við vinstri beygju en líka við hægri beygju. Get bent á 4 hægri beygjuljós í fljótu bragði. 1.Strax á næstu gatnamótum við umræddan stað eru hægri beygjuljós niður Ártúnsbrekku frá Höfðabakka. 2. Einnig á mótum Bústaðarvegar og Reykjanesbrautar. 3. Miklabraut upp á Snorrabraut. 4. Borgartún inn á Kringlumýrarbraut. Það er vel hægt að hafa beygjuljós þarna og þau væru eingöngu rauð þegar að umferðin er að koma úr Grafarvogi, geta þess vegna verið lengi græn.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information