Gangbraut og hraðahindrun neðarlega á Ægisgötu

Gangbraut og hraðahindrun neðarlega á Ægisgötu

Umferð um Ægisgötuna hefur aukist umtalsvert og ekki síst eftir að rútum og bílum í ferðaþjónustu hefur verið gert að aka ekki um stóran hluta miðbæjarins heldur tilteknar götur eins og Ægisgötuna. Á þessu svæði búa mörg börn sem ganga í skóla á hverjum degi en oft er mikil umferð á þeim tíma á Ægisgötunni og erfitt fyrir þau að komast yfir hana á öruggan hátt. Gangbraut á neðri hluta Ægisgötunnar myndi vera til bóta. Ekki væri úr vegi að setja þrívíddargangbraut sem er nýstárleg útfærsla sem hefur gefið góða raun þar sem hún hefur verið prófuð.

Points

Auka öryggi gangandi vegfarenda og sérstaklega barna um Ægisgötu sem býr við síaukna umferð og sér í lagi hópbifreiða í ferðaþjónustu eftir að takmarkanir voru settar á akstur þeirra í miðbænum.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2018. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

This is a cheap, practical, and visually interesting approach to help solving the problem.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information